Minni sveiflur skipti máli

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. mbl.is/Eyþór

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir í miðopnuviðtali ViðskiptaMoggans að þótt kostnaður geti verið fólginn í olíuvörnum þá snúist þær fyrst og fremst um að draga úr sveiflum í rekstrinum sem sé mikill kostur.

„Við horfum ekki á að við séum að tapa eða græða á olíuvörnum. Þær minnka sveiflur í okkar rekstri og það er lykilatriði. Það er langtímahugsunin sem skiptir máli og stöðugleiki,“ segir Bogi.

Icelandair hefur lengi vel haft olíuvarnir, þ.e. keypt olíu framvirkt og þar með varið sig gagnvart sveiflum á olíuverði. 

Miklar sveiflur að undanförnu

Þó nokkrar sveiflur hafa verið á olíuverði á undanförnum misserum en það hefur hækkað nokkuð undanfarna mánuði. Í janúar á þessu ári var verð á Brent-hráolíu 80 bandaríkjadollarar á tunnu. Að undanförnu hefur verðið sveiflast á milli 85 og 95 dollara eftir því sem markaðsaðstæður hafa breyst.

Frá innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022 hefur olíuverð hækkað verulega. Fyrir innrásina var verð á hráolíu um 70- 75 dollarar á tunnu en fór fljótt yfir í 100 dollara þegar átökin stóðu sem hæst. Þá hafa OPEC-ríkin dregið úr framleiðslu síðan þá og ýmsir aðrir þættir hafa haft áhrif á verðið.

Viðtalið má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum sem kom út sl. miðvikudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK