Yfir 500 milljarða hagnaður hjá Novo Nordisk

Sykursýkislyfið Ozempic sem Novo Nordisk framleiðir.
Sykursýkislyfið Ozempic sem Novo Nordisk framleiðir. AFP

Danski lyfjaris­inn Novo Nordisk, sem fram­leiðir syk­ur­sýk­is- og offitu­lyf­in Ozempic og Wegovy, hef­ur birt já­kvæðar af­komu­töl­ur fyr­ir þriðja árs­fjórðung þrátt fyr­ir að fram­leiðslan hafi verið tak­mörk­un­um háð.

Fyr­ir­tækið, sem er það verðmæt­asta í Evr­ópu og það sem helst knýr dansk­an efna­hag áfram, seg­ist bú­ast við því að sala árs­ins 2024 verði 23 til 27 pró­sent­um meiri en á síðasta ári.

Hagnaður jókst um 21 pró­sent 

Novo Nordisk seg­ir hagnaðinn hafa auk­ist um 21 pró­sent frá júlí þangað til í sept­em­ber. Nam hann 27,3 millj­örðum danskra króna, eða um 566 millj­örðum ís­lenskra króna.

Forstjóri Novo Nordisk, Lars Fruergaard Jorgensen.
For­stjóri Novo Nordisk, Lars Fru­erga­ard Jor­gensen. AFP/​Chip Somodevilla

Stór­auk­in sala á Ozempic og Wegovy

Sala á Wegovy, sem hef­ur verið samþykkt sem offitu­lyf í Bretlandi, Dan­mörku, Frakklandi, Þýskalandi, Nor­egi, Kína og Banda­ríkj­un­um, jókst um 42 pró­sent fyrstu níu mánuði árs­ins.

Sala fyr­ir­tæk­is­ins á Ozempic, syk­ur­sýk­is­lyfi sem hef­ur notið vin­sælda sem megr­un­ar­lyf, jókst um 54 pró­sent á sama tíma.

Offita er alþjóðlegt heil­brigðis­vanda­mál og hef­ur áhrif á 900 millj­ón­ir manna um all­an heim, þar á meðal yfir 40% fólks í Banda­ríkj­un­um og næst­um fjórðung Evr­ópu­búa.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK