Breytingar á vöxtum Íslandsbanka

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breytingar verða á vöxtum inn- og útlána Íslandsbanka 2.desember næstkomandi. Taka þeir að mestu mið af lækkun stýrivaxta Seðlabankans núna í morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Hér fyrir neðan má lesa meira um breytingarnar: 

Útlán:

  • Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislán lækka um 0,50 prósentustig
  • Fastir vextir til 5 ára óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,40 prósentustig
  • Fastir vextir til 3ja ára óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,10 prósentustig
  • Vextir á yfirdráttarlánum lækka um 0,50 prósentustig
  • Fastir vextir á verðtryggðum húsnæðislánum hækka um 0,20 prósentustig
  • Breytilegir vextir á verðtryggðum húsnæðislánum hækka um 0,30 prósentustig
  • Óverðtryggðir kjörvextir lækka um 0,5 prósentustig
  • Verðtryggðir kjörvextir hækka um 0,30 prósentustig
  • Óverðtryggðir kjörvextir Ergo, vextir bílalána og bílasamninga lækka um 0,50 prósentustig

Innlán:

  • Vextir á óverðtryggðum sparnaðarreikningum lækka um 0,50-0,60 prósentustig
  • Vextir á verðtryggðum innlánum hækka um allt að 0,30 prósentustig.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka