Skiljanlegt að verðtryggðir vextir hækki

Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Arion banka, segir skiljanlegt að bankarnir hækki verðtryggða vexti þegar verðbólgan lækkar. Þetta segir hann í viðskiptahluta Dagmála en hann var gestur ásamt Unu Jónsdóttur aðalhagfræðingi Landsbankans. Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

Vaxtalækkunarferli Seðlabankans er hafið og standa stýrivextir í 8,5% og verðbólgan mælist nú 5,1%. Íslandsbanki og Arion banki lækkuðu óverðtryggða vexti en hækkuðu verðtryggða vexti í kjölfar vaxtalækkunarinnar og fengu á sig mikla gagnrýni fyrir.

„Þetta veltur mikið á fjármögn­unarkostnaði bankans og við sjáum að það hefur dregið úr muninum á verðtryggðum vöxtum á skuldabréfamarkaði og verðtryggðum vöxtum á íbúðalánum þannig að bankarnir hafa verið að taka minna til sín en áður. Að því leytinu til er þetta leiðrétting. Raunvaxtastig hækkaði mikið fram á vor og vextir á íbúðalánum áttu eftir að fylgja eftir, þannig að ekki er hægt að segja að þeir séu óeðlilega háir núna,“ segir Kári.

Una bendir á að fræðin gangi út á að verðtryggðir vextir að viðbættri verðbólgu séu um það bil það sama og óverðtryggðir vextir.

„Það má því ímynda sér að þessi staða sé raunin þegar við erum að horfa fram á að verðbólgan verði í kringum 3% í svipað háu vaxtastigi og nú er,“ segir Una.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK