Varist sækir milljarð í nýtt hlutafé

Hallgrímur Th. Björnsson.
Hallgrímur Th. Björnsson. Ljósmynd/Viktor Richardsson

Íslenska netöryggisfyrirtækið Varist ehf., áður dótturfélag OK (Opin kerfi), hefur tryggt sér 975 milljónir króna í nýju hlutafé.

„Fjármagnið verður nýtt til að sækja fram á ört vaxandi netöryggismarkaði með nýrri lausn sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að verjast nýrri kynslóð tölvuvírusa,“ segir í tilkynningu.

Varist, sem var stofnað í mars í fyrra, sérhæfir sig í netöryggislausnum á sviði vírusvarna. Yfir 30 ár eru liðin síðan lausnir fyrirtækisins litu fyrst dagsins ljós, þá undir nafninu Lykla-Pétur. Félagið hefur nýlega sett á markað nýja vöru, Hybrid Analyzer, sem greinir óþekkta vírusa allt að 1.000 sinnum hraðar en núverandi lausnir. Markaðurinn fyrir þær lausnir nemur mörgum milljörðum Bandaríkjadala, að því er kemur fram í tilkynningunni.

Skanna allt að 400 milljarða skráa á dag

Meðal viðskiptavina Varist eru stærstu tæknifyrirtæki heims en lausnir fyrirtækisins skanna allt að 400 milljarða skráa fyrir vírusum á dag og milljarðar einstaklinga eru varðir gegn netárásum með vörum Varist. Um 30 sérfræðingar starfa hjá félaginu í dag, þar af um 20 á Íslandi.

Með hlutafjáraukningunni breikkar hluthafahópur Varist, en stærstu nýju hluthafarnir eru Eyrir Vöxtur og Kjölur fjárfestingarfélag. Samhliða hlutafjáraukningunni færðist eignarhlutur OK til hluthafa OK og er því framtakssjóðurinn VEX stærsti hluthafi félagsins í dag. ARMA Advisory var ráðgjafi félagsins í verkefninu.

„Afar ánægjulegt“

„Það er afar ánægjulegt að fá svo sterka nýja fjárfesta til liðs við okkur og jafnframt áframhaldandi stuðning upphaflegra fjárfesta. Lausnir Varist hafa í áraraðir verið notaðar af stærstu tæknifyrirtækjum heims til að verjast gagnagíslatökuárásum og öðrum vírusum. Yfir 3 milljarðar endanotenda og velflestir Íslendingar eru varðir með lausnum Varist,“ segir Hallgrímur Th. Björnsson, framkvæmdastjóri Varist, í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK