Bergþóra Benediktsdóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá Aton. Hún kemur til Aton úr forsætisráðuneytinu en hún var aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá árinu 2017 og var þar áður framkvæmdastjóri þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Aton.
Bergþóra hefur einnig fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, hafandi starfað í ferðaþjónustu um sjö ára skeið, m.a. sem forstöðumaður gistisviðs Radison Blu Hótel Sögu og sem hótelstjóri, bæði hér heima og erlendis. Þá starfaði Bergþóra sem mannauðsstjóri tölvuleikjafyrirtækisins Plain Vanilla áður en hún hóf að starfa innan stjórnmála, að því er segir í tilkynningunni.