Eggert Árni Gíslason stjórnarformaður leikjafyrirtækisins Solid Clouds skrifar:
Imperium sem er nýjasta viðbótin við leikinn Starborne: Frontiers hefur heldur betur slegið í gegn, en hún kom út um miðjan nóvember síðastliðinn.
Hún er hlaðin spennandi nýju efni fyrir spilara þannig að þeir hafa mun meira fyrir stafni og haldast þeir því umtalsvert lengur inni í leiknum. Við erum að sjá að þetta verður til þess að spilarar versla meira af hetjum og uppfærslum. Það er ókeypis aðgengi að leiknum en spilarar geta keypt sér hluti innan hans.
Algengt viðmið í leikjum sem nota þetta tekjumódel er að um 3-4% spilara taki upp veskið en við erum að sjá um 7% að meðaltali á mánuði og suma daga kaupa er um 12% spilara sem kaupa hluti í leiknum.
Þetta hefur orðið til þess að bara á allra síðustu vikum höfum við verið að toppa okkar lykilmælikvarða eins og ROAS (Return on Ad Spend) sem hefur hækkað 90 daga ROAS um 46% á árinu og ARPDAU (Average Revenue per Daily User) sem hefur hækka um 280% á árinu.
Þessi góði árangur í okkar lykil tekjumælikvörðum leiddi til þess að við urðum að uppfæra fjárfestakynninguna sem við gáfum út fyrir örfáum vikum til að gefa betri mynd af gangi mála.
Leikurinn er hannaður fyrir ákveðna tegund spilara. Það hefur gengið eftir og tekjumælikvarðar styðja við það svo ekki verði um villst.
Leikurinn gerir ákveðnar kröfur til spilara þar sem þeir þurfa að sýna herkænsku og hafa úthald til að ná markmiðum sínum. Þannig spilara endast yfirleitt lengi og gefa góða arðsemi.
Google og Apple fylgjast vel með okkur og vita í raun meira um okkur en við sjálf. Þau vita allt, enda hafa þau yfir að ráða gríðarlega góðri gagnagreiningu og geta líka borið okkur saman við aðra sambærilega leiki. Þetta hefur leitt til þess að við erum í góðu sambandi við þessi félög sem ráðleggja okkur heilt hvernig við getum bætt leikinn.
Þau hjá Google er svo ánægð með árangur okkur að í síðustu viku tilkynntu þau okkur að þau ætluðu að taka okkur upp í næsta kynningarflokk.
Þetta gera þau þrátt fyrir að við erum ekki enn búin að ná þeim tekjulágmörkum sem þau gera öllu jafnan kröfu um til þess að leikir komast í þennan flokk. Það segir eitthvað um þá möguleika sem þau meta að leikurinn hafi yfir að búa.
Þannig munu þau leggja mun meiri áherslu á að koma okkur á framfæri við spilara, okkur að kostnaðarlausu. Þessi ókeypis kynning á leiknum af þeirra hálfu mun bæði fjölga spilurum umtalsvert en einnig lækka hlutfallslegan auglýsingakostnað okkar.
Af þeim sökum auk frekari framþróunar á leiknum mun að ROAS-ið hækka verulega sem aftur er lykilbreyta fyrir tekjumöguleika af leiknum fyrir Solid Clouds.
Það er alveg ljóst að fyrirtækið er á frábærum stað fyrir þá hlutafjárhækkun sem við erum að vinna í þessa dagana.
Það er mikill hugur í stjórn og starfsfólki okkar enda mega þau aldeilis vera stolt af sinni góðu vinnu og þeim viðbrögðum sem leikurinn er að fá hjá spilurum og ekki síður hjá Google og Apple.
Stefán Gunnarsson framkvæmdastjóri félagins hefur réttilega bent á að það sé eins og að fjárfestar átti sig ekki enn almennilega á því hvað við erum með í höndunum. En ég hef líka sagt að heimamarkaður okkar er allur heimurinn og það eru engin smá tækifæri sem felast í því.