Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og samstarfsmenn hans veittu fyrstu Airbus-þotunni viðtöku í síðustu viku. Við það tilefni sagði Bogi Nils að samningurinn ætti sér langan aðdraganda og að til greina kæmi að útvíkka samstarfið enn frekar.
Andrew Masson, yfirmaður vöruþróunar hjá Panasonic Avionics, sagði Icelandair fyrsta flugfélagið til að taka í notkun nýtt afþreyingarkerfi Panasonic Avionics sem væri það fullkomnasta sinnar tegundar.
Airbus er ásamt Boeing annar tveggja risanna í flugheiminum. Með heimsókninni til Airbus gafst því einstakt tækifæri til að fræðast um stöðuna í flugheiminum og hvert Airbus stefnir.
Joost van der Heijden, markaðsstjóri hjá Airbus, sagði fyrirtækið ætla að smíða fleiri farþegaþotur til að anna aukinni eftirspurn. Flugumferðin væri orðin meiri en hún var fyrir farsóttina.
Ítarlega er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum í dag.