Margt bendir til þess að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti, sem standa nú í 4,75%, síðar í desember, þó að deilt sé um tímasetningu og umfang mögulegrar lækkunar.
Að sögn CNBC eru líkur á vaxtalækkun metnar um 90%, eftir að gögn sýndu aukið framboð nýrra starfa í nóvember.
Aukinn kraftur í verðbólgunni vekur hins vegar áhyggjur á meðal hagfræðinga, sem benda á að mikið atvinnuframboð geti verið vísbending um að bankinn ætti fremur að slá frekari lækkunum á frest.