Kaffiverð hækkar enn

Vinsældir kaffis hafa aldrei verið meiri en nú. Léleg uppskera …
Vinsældir kaffis hafa aldrei verið meiri en nú. Léleg uppskera vegna þurrka og mikilla rigninga hefur neikvæð áhrif á verð. AFP/JJ Bonilla

Kaffiverð á alþjóðlegum hrávörumörkuðum sló nýlega met, þegar verð á arabica-kaffibaunum, sem standa undir stærsta hluta heimsframleiðslunnar, fór yfir 3,4 dali (um 472 krónur) pundið (0,45 kg), þrátt fyrir að verðið hefði hækkað um 80% á þessu ári.

Að sögn BBC eru hækkanirnar raktar til uppskerubrests hjá tveimur mestu kaffiframleiðendum heims, Brasilíu og Víetnam, vegna vályndra veðra ásamt aukinni eftirspurn eftir kaffi á heimsvísu.

Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja allt benda til þess að kaffiseljendur hækki verð eftir áramót og hverfi þannig frá þeirri ákvörðun að bera allan kostnað sjálfir til að viðhalda ánægju viðskiptavina.

Síðast fór verð á kaffi í sögulegar hæðir árið 1977, eftir að óvænt snjókoma eyðilagði fjölda ræktunarsvæða í Brasilíu.

„Mestar áhyggjur eru af 2025-uppskerunni í Brasilíu sem er aðaldrifkraftur hækkana. Landið þurfti að þola sína verstu þurrka í 70 ár í ágúst og september, en í kjölfarið herjuðu miklar rigningar á kaffibændur,“ sagði Ole Hanes, yfirmaður hrávöru hjá Saxo Bank.

Þá hefur ekki eingöngu Brasilía, sem framleiðir mest af arabica-kaffibaunum, orðið fyrir skakkaföllum vegna veðurs. Víetnam, sem er stærsti framleiðandi robusta-kaffibauna, hefur einnig glímt við óvenjuleg þurrkatímabil og miklar rigningar.

Á alþjóðavísu er kaffi næstmest selda hrávaran á eftir hráolíu. Salan hefur aukist mikið síðustu ár og neyslan í Kína hefur meira en tvöfaldast á tíu árum.

„Eftirspurn eftir kaffi er enn mikil en framleiðsla og birgðir haldast litlar. Það má búast við að verð á kaffibaunum haldi áfram að hækka,“ sagði Fernanda Okada, sérfræðingur hjá S&P, við BBC.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK