Nýr meðeigandi og starfsmaður hjá Intellecta

Baldur Gísli Jónsson og Svava Sigríður Sandholt.
Baldur Gísli Jónsson og Svava Sigríður Sandholt. Samsett mynd

Baldur Gísli Jónsson hefur verið ráðinn til ráðgjafar- og ráðningafyrirtækisins Intellecta og tekur við sem yfirmaður mannauðsráðgjafar hjá fyrirtækinu. Þá er Sigríður Svava Sandholt orðin meðeigandi.

Fram kemur í tilkynningu Intellecta að Baldur hafi víðtæka reynslu á sviði mannauðsmála og unnið við margþætt verkefni tengd breytingastjórnun, ráðgjöf og sjálfbærni. Hann starfaði sem mannauðstjóri hjúkrunarheimila Sóltúns, þar hann leiddi breytingaferli fyrirtækisins og var mannauðstjóri Landsbankans í 12 ár.

Baldur B.A. og M.A gráður í sálfræði og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Þá er Svava Sigríður Sandholt orðin meðeigandi hjá Intellecta í kjölfar þriggja ára farsæls starfs, þar sem hún sérhæfði sig í ráðningum stjórnenda og sérfræðinga. Áður var hún framkvæmdastjóri Fræðslu ehf. og svo starfaði hún í tæpa tvo áratugi hjá Air Atlanta í fjölbreyttum stjórnunarhlutverkum.

Hún er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði, diplómu í stjórnun og MPM í verkefnastjórnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK