Rótgrónu stofurnar ekki þróast með tækninni

Hreggviður Steinar Magnússon framkvæmdastjóri Ceedr segir að nafnið sé komið …
Hreggviður Steinar Magnússon framkvæmdastjóri Ceedr segir að nafnið sé komið úr latínu.

Hreggviður Steinar Magnússon framkvæmdastjóri stafrænu markaðsstofunnar Ceedr, sem er í eigu Pipars\TBWA, og hefur haslað sér völl um öll Norðurlöndin, segir að rótgrónu auglýsingastofunum hafi ekki tekist nógu vel að þróast með tækninni.  „TBWA er í eðli sínu hefðbundin sköpunarstofa. Ef maður horfir á bransann þá hefur þessum rótgrónu auglýsingastofum að hluta til ekki tekist nógu vel að þróast með tækninni. Þess vegna hafa þessar litlu stafrænu markaðsstofur eins og við sprottið upp, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. Pipar\TBWA fór í samstarf við okkur til að hafa aðgang að þessari þekkingu og hefur samstarfið gengið vonum framar.“

Eins og hann útskýrir var Ceedr, sem áður hét The Engine, stofnuð árið 2014 en sameinaðist Pipar\TBWA árið 2018 og hefur verið stafrænn armur auglýsingastofunnar síðan þá.

TBWA, sem er ein stærsta keðja auglýsingastofa í heiminum, er með auglýsingastofu í öllum höfuðborgum Norðurlandanna. Pipar\TBWA rekur stofuna í Ósló með sérleyfi frá TBWA, rétt eins og á Íslandi.

Aðstaða inni hjá stofunum

Ceedr hefur aðstöðu inni hjá TBWA-auglýsingastofunum. „Í Finnlandi erum við hugsuð eins og deild eða viðbótareining. Við leigjum rými hjá þeim rétt eins og við gerum í Kaupmannahöfn. Við vinnum mjög náið með auglýsingastofunum. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur til að tengjast stærri hópi fyrirtækja sem eru viðskiptavinir auglýsingastofanna. Á móti geta stofurnar núna boðið upp á fjölbreyttari þjónustu á sviði stafrænnar tækni. Hugmyndaauðgi er dýpsti kjarni TBWA. Það felst því mikill galdur í að búa til hjónaband sköpunarauðgi og árangursdrifinnar og tæknidrifinnar markaðssetningar.“

Úr latínu

Spurður um nýja nafnið, Ceedr, segir Hreggviður að það hafi verið krefjandi áskorun að finna rétta heitið síðastliðið sumar. Það hafi þurft að endurspegla tæknidrifið fyrirtæki og virka á mörgum mörkuðum. „Ceed er latína og merkir „að fara“ eða „að hreyfa“ en orðið má finna í enskum orðum eins og Succeed og Proceed. Okkur fannst þetta vera býsna skemmtilegur grunnur að vinna með. Þetta er svona eins konar tveggja hæða vörumerki. Seinni hæðin kemur ef maður skiptir C út fyrir S og þá færðu Seed, eða sáðkorn, sem tengist því sem við erum að gera, að sá fræjum og hjálpa fyrirtækjum að vaxa.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK