Verðlagning á bréfum spennandi

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir að verðlagningin á hlutabréfum og skuldabréfum sé spennandi um þessar mundir. Þetta segir hann í viðskiptahluta Dagmála spurður hvernig hann telji að gangurinn verði á fjármagnsmörkuðum á næsta ári.

„Ef við sjáum verðbólgu og vexti lækka þá er engin ástæða til að ætla annað en að þetta verði frábært ár mér hefur fundist óþægilegt að líta á markaðinn sem eitt ár í einu því í eðli sínu er sveiflan lengri og það getur tekið mun meiri tíma fyrir ávinning að koma fram,” segir Björn Berg.

Hann bætir við að bjart sé fram undan á mörkuðum ef vextir lækki.

„Næsta vaxtaákvörðun er 5 febrúar þannig að ef vextir lækka þá gætum við séð aftur mikinn áhuga hjá fjárfestum. Fólk getur enn fengið háa vexti á bankareikningum en það fælir fjárfesta frá,” segir Björn Berg.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK