Breytingar hafa verulegan kostnað í för með sér

Samtök atvinnulífsins segja að innleiðing gerða sem tengjast Græna sáttmálanum …
Samtök atvinnulífsins segja að innleiðing gerða sem tengjast Græna sáttmálanum hafi ekki einfaldað starfsumhverfi fyrirtækja. mbl.is/Árni Sæberg

Í umsögn Samtaka atvinnulífsins, SA, um áform um frumvarp til laga um innleiðingu á sjálfbærnireikningsskilatilskipun ESB (CSRD) segir að ljóst sé að fyrirhugaðar breytingar muni auka eftirspurn eftir gögnum og hafa verulegan kostnað í för með sér. „Það er því brýnt að vandað verði til verka þannig að innleiðingin verði skynsamleg og að gætt verði að hagsmunum fyrirtækja sem sjái þannig hag sinn í því að ná markmiðum lagasetningarinnar.“

Tilskipunin er hluti af „Græna sáttmálanum“ í Evrópu (e. Green deal) þar sem markmiðið er að leiða hagkerfi Evrópu að því að verða fyrsta loftslagshlutlausa hagkerfið.

Í ViðskiptaMogganum sl. Miðvikudag var rætt við Margréti Pétursdóttur, yfirmann sjálfbærnistaðfestinga hjá KPMG, en í máli hennar kom m.a. fram að þessi nýja tilskipun Evrópusambandsins taki gildi á næsta ári hér á landi. Þá muni fleiri fyrirtæki þurfa að taka upplýsingagjöf um sjálfbærnimál fastari tökum.

Göfug markmið

SA segja að markmið Græna sáttmálans séu göfug og sjálfbærnivegferð fyrirtækja hafi tekið stakkaskiptum á undanförnum misserum. Sjálfbærni sé og verði því hluti af góðum viðskiptaháttum atvinnulífsins. „Hins vegar er það svo að innleiðing gerða frá ESB sem tengjast samkomulaginu hefur ekki einfaldað starfsumhverfi fyrirtækja,“ segir í umsögninni.

Einnig segir að hérlendis hafi verið tilhneiging til þess að innleiða Evrópureglur með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er þó að það sé ekki séríslenskt fyrirbæri. „Evrópuþjóðir hafa lengi leitast við að draga úr gullhúðun enda skapar hún yfirleitt íþyngjandi skilyrði fyrir evrópsk fyrirtæki og dregur úr samkeppnishæfni þeirra. Þá er hún gjarnan notuð til að smygla óvinsælum ákvæðum framhjá þinglegri meðferð en Evrópuráðið lítur slíkt neikvæðum augum.

Samkvæmt greiningu Viðskiptaráðs Íslands frá því í júlí 2023 á innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins er áætlað að það hafi kostað íslenskt atvinnulíf 9,8 milljarða króna frá árinu 2016 að búa við meira íþyngjandi regluverk um ófjárhagslegar upplýsingar en annars staðar í Evrópu.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK