Play í fimmta sæti

Flugfélagið Play er í fimmta sæti á lista yfir bestu flugfélög í heimi samkvæmt flugvélakröfufyrirtækinu Airhelp. Fyrirtækið birti listann yfir bestu og verstu flugfélög í heimi á dögunum og fjallaði New York Post um listann.

Einkunnagjöfin er byggð á kvörtunum farþega, stundvísi flugfélaganna ásamt endurgjöf farþega frá rúmlega 50 löndum varðandi veitingar, þægindi og þjónustu um borð á tímabilinu janúar til október. 

„Við erum auðvitað gríðarlega stolt af þessu. Í flugheiminum skiptir stundvísi rosalega miklu máli og stundvísi Play er að skila okkur þessum niðurstöðum. Af umsvifamiklum flugfélögum sem stunda brottfarir frá Keflavíkurflugvelli hefur Play nefninlega verið með bestu stundivísina í öllum mánuðum síðustu tvö árin, fyrir utan tvo mánuði þegar flugumferðastjórar fóru í verkfall. Geri aðrir betur,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs Play.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK