Alvotech inn í líftæknivísitölu Nasdaq

Róbert Wessman, forstjóri Alvotech.
Róbert Wessman, forstjóri Alvotech. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkvæmt tilkynningu frá Alvotech verða hlutabréf félagsins tekin inn í líftæknivísitölu Nasdaq (NBI) við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag.

Fram kemur að til þess að vera tekin inn í NBI þurfa félög að vera skráð á markað í Bandaríkjunum, flokkuð þar sem líftæknifyrirtæki eða lyfjafyrirtæki og uppfylla ýmis önnur skilyrði, svo sem um lágmarksmarkaðsvirði og daglega meðalveltu hlutabréfa.

Vísitalan er reiknuð út frá vegnu markaðsvirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK