Markaðsvirði Novo Nordisk lækkar

Lars Fruergaard Joergensen, forstjóri Novo Nordisk.
Lars Fruergaard Joergensen, forstjóri Novo Nordisk. AFP

Hluta­bréfa­verð í Novo Nordisk hefur lækkað tölu­vert und­an­farna mánuði, en síðustu sex mánuði hef­ur lækk­un­in numið um 36%.

Gengi bréfa fyrirtækisins lækkuðu töluvert í viðskiptum síðasta föstu­dag þegar markaðsvirði þess lækkaði um nærri 125 millj­arða Banda­ríkja­dala eða um 21% á einum degi. Síðan þá hefur gengi bréfa félagsins hins vegar tekið við sér að hluta aftur.

Fallið á bréfunum er rakið til von­brigða með niður­stöður úr Redefine-1 rann­sókn­inni, sem er 3. stigs klín­ísk rann­sókn á til­rauna­lyf­inu Ca­griSema sem ætlað er að meðhöndla offitu. Lítill munur var á hópum sem voru á lyfinu og þeirra sem voru á lyfleysunni.

Fyrirtækið er þekktast fyrir þyngdarstjórnunarlyfið Wegovy og sykursýkislyfið Ozempic en þau tvö stóðu fyrir 61% af heildarsölu félagsins fyrstu 9 mánuði ársins. Gengi bréfa félagsins hefur hins vegar hækkað yfir 200% síðan FDA í Bandaríkjunum leyfði sölu á þessum lyfjum fyrir nokkrum árum.

Að mati greiningaraðila JP Morgan er lækkunin á bréfunum síðasta föstudag úr takti við væntingar félagsins til framtíðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka