Slagur innan stjórnar Kaldvíkur

Aðalsteinn Ingólfsson, stjórnarmaður Kaldvíkur hf.
Aðalsteinn Ingólfsson, stjórnarmaður Kaldvíkur hf.

Samkvæmt tilkynningu frá Aðalsteini Ingólfssyni, stjórnarmanni Kaldvíkur hf., hefur hann ákveðið að segja sig úr stjórn Kaldvíkur. Aðalsteinn er jafnframt forstjóri útgerðarfélagsins Skinneyjar Þinganess.

Ástæðan er rakin til ákvörðunar þriggja stjórnarmanna félagsins 20. desember sl. að stefnt skuli að kaupum á öllu hlutafé í Mossa ehf. og Djúpskel ehf ásamt 33,3% hlutafjár Búlandstinds ehf.

Aðalsteinn telur verðið í viðskiptunum allt of hátt og gerir jafnframt athugasemdir við að stærsti hluti kaupverðsins sé greiddur með nýútgefnu hlutafé Kaldvíkur á genginu 27,6 krónur á hlut meðan greiningaraðilar meta gengi félagsins á bilinu 35-41 krónur á hlut.

Aðalsteinn hefur óskað eftir því að viðskiptin verði rannsökuð sérstaklega með hliðsjón af ákvæðum hlutafélagalaga sem fjalla um viðskipti við tengda aðila og skyldu stjórnarmanna til að gæta að hagsmunum allra hluthafa félagsis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK