Jón Garðar nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi

Jón Garðar Jörundsson nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi.
Jón Garðar Jörundsson nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Alþjóðlega flutningafyrirtækið Kuehne+Nagel hefur ráðið Jón Garðar Jörundsson sem framkvæmdastjóra fyrir starfsemina á Íslandi. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Jón Garðar kemur til Kuehne+Nagel með víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu og starfaði áður m.a. sem sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum sf. og sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arnarlaxi ásamt því að sitja í stjórn félagsins á árunum 2014-2015. Hann er með MSc gráðu í fjármálum og fjárfestingum auk MBA gráðu frá Edinborgarháskóla.

Kuehne+Nagel, sem eitt stærsta flutningafyrirtæki heims, var stofnað árið 1890 og starfar á um 1.300 stöðum í yfir 100 löndum með yfir 79.000 starfsmenn. Fyrirtækið þjónar fjölbreyttum þörfum viðskiptavina um sérhæfðar flutningalausnir um allan heim.

„Ég er þakklátur fyrir þetta skemmtilega tækifæri og hlakka til að takast á við ný verkefni hjá Kuehne+Nagel og vinna með frábæru alþjóðlegu teymi að því að efla og byggja upp starfsemi fyrirtækisins á Íslandi,“ segir Jón Garðar Jörundsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK