Steinar B. Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Domino’s Pizza á Íslandi. Hann tekur við af Magnúsi Hafliðasyni, sem hefur leitt félagið frá árinu 2021 og var á dögunum ráðinn framkvæmdastjóri N1.
Í tilkynningu frá Domino’s Pizza á Íslandi segir að Steinar sé ekki ekki ókunnur félaginu eða vörumerkinu, en hann hóf störf árið 2006 sem framleiðslustjóri. Undanfarin ár hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri framleiðslu- og innkaupa ásamt því að koma að stefnumótun og eiga sæti í framkvæmdastjórn félagsins.
„Ég er afar þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt með þessari ráðningu. Það er mér sérstakt gleðiefni að fá tækifæri til að hlúa áfram að þeirri einstöku menningu sem við höfum skapað hjá Domino’s með öllu því frábæra starfsfólki sem ég þekki svo vel og ber mikla virðingu fyrir,“ er haft eftir Steinari í tilkynningunni.