Jónína nýr framkvæmdastjóri BBA//Fjeldco

Jónína Guðmundssdóttir, nýr framkvæmdastjóri BBA//Fjeldco
Jónína Guðmundssdóttir, nýr framkvæmdastjóri BBA//Fjeldco Ljósmynd/Aðsend

Jónína Guðmundsdóttir er nýr framkvæmdastjóri lögmannsstofunnar BBA//Fjeldco. Hún tekur við starfinu af Elísabetu Einarsdóttur og hefur þegar hafið störf.

Þetta segir í tilkynningu frá BBA//Fjeldco.

Segir þar enn fremur að stofan muni njóta góðs af víðtækri reynslu Jónínu af stefnumótun, rekstri, mannauðsstjórnun og fyrirtækjamenningu en hún starfaði síðast sem framkvæmdastjóri mannauðs og menningar hjá flugfélaginu Play þar sem hún tók þátt í að koma fyrirtækinu á fót og byggja það upp.

Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs WOW air og sem forstöðumaður mannauðssviðs Advania.

Hún er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og M.Sc gráðu í mannauðsstjórnun frá Strathclyde-háskólanum í Bretlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK