Lokaspretturinn verður erfiður

Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir í viðskiptahluta Dagmála að lokaspretturinn í átt að verðbólgumarkmiðinu muni reynast erfiður.

„Við erum bjartsýn á að við verðum komin nálægt markmiði eða í kringum 3% í sumar. En það verður erfitt að ná lokakaflanum,“ segir Jón Bjarki.

Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum bendir á að margt þurfi að koma til að markmiðinu verði náð meðal annars að heimilin sýni ráðdeild.

„Heimilin mega ekki fara fram úr sér og fjármagna einkaneyslu með lántöku. Ríkisfjármálin skipta einnig miklu máli,“ segir Hildur.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK