Fram hefur komið að hluthafafundur verði haldinn í Kaldvík 28. janúar næstkomandi. Fundurinn er haldinn vegna afsagnar Aðalsteins Ingólfssonar, forstjóra Skinney-Þinganes úr stjórn félagsins.
Aðalsteinn sagði af sér stjórnarsæti vegna óánægju með störf meirihluta stjórnar vegna væntanlegra kaupa félagsins á hlutafé í Mossa ehf., Djúpvík ehf. og Búlandstindi af Heimsto. Gagnrýndi Aðalsteinn bæði verð og greiðslu fyrir hlutina, sem var í formi nýútgefinna bréfa í Kaldvík, á undirverði að hans mati. Heimsto er stærsti hluthafi Austur sem á 55,29% af heildarhlutafé Kaldvíkur.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur hópur hluthafa með yfir 30% atkvæða tekið sig saman um að bjóða Ingveldi Ástu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Reitum, fram í stjórn félagsins.
Sami hópur hluthafa mun samkvæmt heimildum óska eftir úttekt á starfsháttum félagsins, verði ekki tekið tillit til sjónarmiða hans um starfshætti félagsins og samsetningu stjórnar.