Fræðsluþing Steypustöðvarinnar verður haldið í fyrsta sinn á morgun 24. janúar á Grand hótel í Háteigssalnum frá kL. 9-13.
Segir í tilkynningu Steypustöðvarinnar að búist sé við metþátttöku fagfólks og sérfræðinga og uppselt er á viðburðin.
Fræðsluþingið ber yfirskriftina „Forsteyptar einingar og framtíð byggingaiðnaðarins og munu sérfræðingar fræða gesti um kosti og áskoranir ásamt deila lausnum sem geti umbreytt íslenskum byggingageiranum.
Þá mun hópur sérfræðinga í byggingariðnaði fjalla um hvernig hraðari byggingartími geti leyst aukna eftirspurn eftir húsnæði og hvernig megi hraða framkvæmdum á Íslandi svo meira jafnvægi skapist á húsnæðismarkaðinum með notkun forsteyptra eininga.
Aðalfyrirlesari verður Jan Søndergaard Hansen, fyrrum forstjóri Unicon, stærsta steypuframleiðanda Danmerkur.