Ein gjaldeyrisinngrip 2024

Gengi Íslenska krónan hefur verið nokkuð stöðug gagnvart evru en …
Gengi Íslenska krónan hefur verið nokkuð stöðug gagnvart evru en vísbendingar eru um að hún sé yfirverðlögð miðað við jafnvægisraungengi. Simon Maina/AFP

Hafsteinn Hauksson aðalhagfræðingur Kviku hefur gefið út greiningu á íslensku krónunni. Þar bendir hann á að krónan hafi verið mjög stöðug allt síðasta ár en styrkst nokkuð undir lok ársins.

Styrkinguna megi rekja til fjármagnsflæðis sem tengist yfirtökutilboði JBT í Marel og kaupum erlendra aðila á ríkisbréfum. Það sem Hafsteinn veltir upp í greiningunni er hvort styrkingin sé líkleg til að ganga til baka eða ekki. Styrking krónunnar í lok síðasta árs hafi skýrst af tímabundnu fjármagnsflæði en ekki grundvallarbreytingum á undirstöðum hagkerfisins.

Að mati Hafsteins er gengi krónunnar líklega um 3-5% yfirverðlagt miðað við jafnvægisraungengi. Spá hans gerir ráð fyrir að krónan muni leita í átt að 152-155 á móti evru til að viðhalda sjálfbæru raungengi á árinu.

Í samtali við Morgunblaðið nefnir Hafsteinn: „Þótt ég sé að benda á að krónan sé líklega yfir jafnvægisraungengi eftir styrkinguna í lok síðasta árs er þetta tiltölulega lítið frávik samkvæmt mínum líkönum. Ég er alls ekki að spá neinu hruni í gengi krónunnar. Erlend staða þjóðarbúsins er sögulega mjög sterk, við búum yfir ríflegum gjaldeyrisforða og það er alls ekki þannig að viðskiptajöfnuður hjá okkur sé í neinu meiri háttar ójafnvægi. Hins vegar finnst mér líklegt að það verði smávegis veikingarþrýstingur á krónuna á árinu frekar en styrkingarþrýstingur í ljósi þess að raungengið er orðið ansi hátt miðað við undirstöðurnar. Það getur þó tekið tíma að leiðréttast.“

Áhugavert er jafnframt að sjá í greiningu Hafsteins að Seðlabanki Íslands hafi einungis í eitt skipti á síðasta ári beitt fyrir sig gjaldeyrisinngripum þegar hann keypti gjaldeyri fyrir um 9,2 ma.kr. í febrúar til að bregðast við áhrifum einskiptisinnflæðis erlends aðila í innlend skuldabréf. Heilt yfir bendi það til þess að ágætt jafnvægi hafi verið á inn- og útflæði gjaldeyris á árinu. mj@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK