Finnbogi Rafn Jónsson framkvæmdastjóri viðskipta hjá Nasdaq Iceland var gestur í viðskiptahluta Dagmála.
Spurður hvað stjórnvöld gætu að hans mati gert til að bæta fjárfestaumhverfið hér á landi enn frekar segir Finnbogi að fýsilegt væri að auka frjálsræði í ráðstöfun séreignarsparnaðar.
„Það eykur beint flæði á markaðinn og býr til meiri samkeppni á fjármálamarkaði um þessa séreignarsjóði,“ segir Finnbogi og bætir við að það þýði ekki endilega að almenningur setji öll eggin í sömu körfu með því að veðja á eitt fyrirtæki.
„Þetta mun aðeins auka frjálsræðið líkt og þekkist víða erlendis. Almenningur getur með þessu móti haft val um fleiri leiðir til að fjárfesta þennan sparnað sinn,“ segir Finnbogi.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: