Lögreglan treystir á rafmagnið

Rafmagnsbílar Lögreglan ætlar sér að nota Audi Q6-rafmagnsbíla í neyðarakstur. …
Rafmagnsbílar Lögreglan ætlar sér að nota Audi Q6-rafmagnsbíla í neyðarakstur. Myndin sýnir slíka bifreið. Ljósmynd/Audi AG

Fram hef­ur komið að ný­lega var útboð haldið á veg­um lög­regl­unn­ar við end­ur­nýj­un á neyðarakst­urs­bif­reiðum. Áður hafði lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu boðið út og aug­lýst eft­ir öku­tækj­um sem brenna jarðefna­eldsneyti en ekk­ert til­boð barst.

Boðin voru út ök­tæki sem ganga fyr­ir raf­magni og var það gert sam­eig­in­lega í nafni lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu, rík­is­lög­reglu­stjóra, lög­reglu­stjór­ans á Suður­landi, lög­reglu­stjór­ans á Norður­landi vestra og verk­efnið unnið með Rík­is­kaup­um.

Tvö til­boð bár­ust en kröf­ur til útboðsins voru marg­ar enda, eins og áður sagði, um neyðarakst­urs­tæki lög­regl­unn­ar að ræða. Helst er að nefna fjór­hjóla­drif, burðargetu a.m.k. 600 kíló, 500 lítra far­ang­urs­rými, 18 cm lág­marks­hæð und­ir lægsta punkt, loft­púðafjöðrun, lág­marks­stærð raf­hlöðu 90 kwh, 22 kw hleðslu­getu í heima­hleðslu, hleðslu­tími í hraðhleðslu und­ir 45 mín. frá 10-80% og lág­marks­drægni sam­kvæmt WLT-staðli 530 km.

Hekla sem er umboðsaðili Audi á Íslandi fékk samn­ing­inn og mun á næstu árum af­henda allt að 60 bíla fyr­ir lög­regl­una. Útboðið er til 7 ára, 5 ár samn­ings­bundið en mögu­leiki á fram­leng­ingu til 2 ára. Fram­leiðand­inn ábyrg­ist öku­tæk­in til 5 ára eða upp í 150 þúsund kíló­metra akst­ur og raf­hlöðuna til 8 ára. Í fyrri samn­ing­um var ein­ung­is ábyrgð til 2 ára eða upp í 100 þúsund kíló­metra.

Lægsta boð 507 millj­ón­ir

Í sam­tali Morg­un­blaðsins við Ásgeir Þór Ásgeirs­son hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir hann það stórt skref að færa neyðarakst­urs­tæki lög­regl­unn­ar yfir í raf­magns­bíla þar sem þessi öku­tæki eru í notk­un all­an sól­ar­hring­inn og þurfi að þola mikið álag.

Nokk­ur reynsla sé þegar hjá lög­regl­unni í rekstri raf­magns­bíla, t.d. hafi út­kalls­bif­reiðar rann­sókn­ar­deilda lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu verið knún­ar raf­magni síðustu tvö ár. Einnig hafi önn­ur embætti fært hluta af flot­an­um sín­um yfir í raf­magns­bif­reiðar og embætti lög­reglu­stjór­ans á Vest­ur­landi komið með mikla reynslu enda flot­inn þar næst­um fullraf­vædd­ur.

Áætlaður heild­ar­kostnaður við útboðið var um 625 millj­ón­ir, hæsta boð var 632 millj­ón­ir en það lægsta 507 millj­ón­ir eða 118 millj­ón­um und­ir kostnaðaráætl­un og var því tekið. Kostnaður við hverja bif­reið er áætlaður um 12,5 millj­ón­ir króna sem er sam­bæri­legt við eldri jarðeldsneyt­is­bif­reiðar. Við þenn­an kostnað bæt­ist síðan ýmis ör­ygg­is- og tækja­búnaður auk vinnu við ísetn­ingu og því má áætla heild­ar­verð á hverja bif­reið um 18-19 millj­ón­ir króna ef eng­inn búnaður er end­ur­nýtt­ur.

Audi-fram­leiðand­inn hef­ur greini­lega lagt sig fram við að ná samn­ing­um enda er verð á slíkri bif­reið sam­kvæmt verðlista hjá Heklu til al­menn­ings frá 13,7 millj­ón­um upp í um 19 millj­ón­ir króna. Bif­reiðar lög­regl­unn­ar eru ekki grunn­bíl­ar og því ljóst að af­slátt­ur er veru­leg­ur frá lista­verði.

Auðveld­ara að staðla og end­ur­nýta auka­búnað

Að sögn Ásgeirs þarf að bæta við hleðslu­getu á flest­um lög­reglu­stöðvun­um enda slík­ir innviðir ekki full­nægj­andi. Ekki er þó þörf á hraðhleðslu­stöðvum þar sem eitt af skil­yrðum útboðsins var 22 kw hleðslu­geta úr heima­stöð og mögu­leik­ar lög­regl­unn­ar á hraðhleðslu ef á þarf að halda hjá þeim er það veita líkt og með aðra orku­gjafa.

Sá fyr­ir­sjá­an­leiki sem samn­ing­ur­inn fær­ir embætt­un­um til þetta margra ára með sömu teg­und bif­reiða skipt­ir miklu máli að sögn Ásgeirs enda ger­ir það auðveld­ara að staðla og end­ur­nýta þann auka­búnað sem bif­reiðarn­ar þurfa fyr­ir lög­gæslu sem þá lækk­ar kostnað. Þá bind­ur Ásgeir von­ir við að rekstr­ar­kostnaður vegna bif­reiðanna minnki veru­lega.

Með þess­um samn­ing­um er Ísland að stilla sér fremst meðal Norður­landa og jafn­vel þótt víðar væri leitað þegar kem­ur að notk­un á raf­magns­bif­reiðum sem neyðarakst­urs­tæki lög­reglu.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins vek­ur það mikla at­hygli meðal sér­fræðinga á markaði að sam­ing­ur­inn sé gerður til svo langs tíma og að fram­leiðand­inn Volkswagen Group hafi greini­lega mikið svig­rúm varðandi verð bif­reiðanna, enda sé hann und­ir mikl­um þrýst­ingi frá Evr­ópu­sam­band­inu að koma út raf­magns­bíl­um en sæta ann­ars sekt­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK