Bestu vörumerkin fengu viðurkenningu

Gestir höfðu um margt að spjalla á hátíðinni.
Gestir höfðu um margt að spjalla á hátíðinni.

Vörumerkjastofan Brandr veitti í gær viðurkenningar fyrir bestu íslensku vörumerkin 2024  við hátíðlega athöfn í Hörpu.  

Þetta er í fimmta skiptið sem verðlaunin eru afhent. 

Samtals voru tuttugu vörumerki tilnefnd en í fréttatilkynningu frá Brandr kemur fram að það eitt og sér að vera á lista yfir bestu íslensku vörumerkin segi mikið um styrkleika vörumerkisins.

Sigurvegarar eru eftirfarandi en með fylgir umsögn valnefndar: 

Fyrirtækjamarkaður, Alfreð:

Alfreð er leiðandi fyrirtæki í atvinnumiðlun á Íslandi og þjónar bæði þeim sem eru í atvinnuleit sem og fyrirtækjum sem eru að auglýsa eftir starfskrafti. Alfreð nýtur trausts viðskiptavina og skarar fram úr með notendavænar lausnir. Alfreð hefur skapað sér sérstöðu með frábærri notendaupplifun, en það hefur skapað einstaka vörumerkjavitund sem gerir það að leiðandi vörumerki á markaði í dag.

Einstaklingsmarkaður, Sky Lagoon:

Sky Lagoon leggur áherslu á slökun í einstöku íslensku umhverfi þar sem vönduð hönnun staðsetning og þjónusta spila lykilhlutverk í upplifun sem aðgreinir Sky Lagoon á markaði. Vörumerkið nær að kalla fram sterkar tilfinningalegar tengingar við viðskiptavini og meðal annars þess vegna skarar það fram úr öðrum vörumerkjum. Sérstök staðsetning þess við sjóinn og áhersla þess á sögu og náttúru Íslands eykur á sérstöðu þess og býr einstaka upplifun fyrir bæði Íslendinga og ferðamenn.

Fulltrúar Sky Lagoon með viðurkenningu sína; Helga María Albertsdóttir framkvæmdastjóri, …
Fulltrúar Sky Lagoon með viðurkenningu sína; Helga María Albertsdóttir framkvæmdastjóri, Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir upplifunar og markaðsstjóri, Ása Valdimarsdóttir ásýndar og markaðsfulltrúi og Mariane Sól Úlfarsdóttir upplifunar og markaðsfulltrúi.

Einstaklingsmarkaður, Arna:

Arna er mjólkurvinnsla í Bolungarvík sem hefur þá skýru sérstöðu á markaði að framleiða íslenskar gæða mjólkurvörur án laktósa. Með þessari sterku aðgreiningu hefur hún brotið ísinn á annars stöðnuðum markaði. Vörumerkið hefur sterka tengingu við hollustu og hreinleika. Arna er dugleg í vöruþróun, leggur mikið upp úr gæðum og áreiðanleika. Arna þekkir sinn markhóp vel sem og er hann vörumerkinu trúr og treystir henni 100%.

Arna María Hálfdánardóttir markaðsstjóri mjólkurvinnslunnar Örnu tók við verðlaunum fyrirtækisins.
Arna María Hálfdánardóttir markaðsstjóri mjólkurvinnslunnar Örnu tók við verðlaunum fyrirtækisins.

Vörumerki vinnustaðar, ELKO:

Hjá ELKO ríkir sterk liðsheild í góðu og líflegu starfsumhverfi þar sem mikil áhersla er lögð á vellíðan og tækifæri til þróunar í starfi. ELKO skarar fram úr sem vinnustaðar einkum vegna þess að þar fá starfsmenn tækifæri til að læra, vaxa og taka ábyrgð í starfi. Þessi þáttur hefur mikil áhrif á starfsánægju og stolt starfsmanna. Það er áhugaverð staðreynd að 80% af stjórnendum ELKO byrjuðu á gólfinu og hafa unnið sig upp innan fyrirtækisins.

Hópur frá Elko með verðlaun fyrirtækisins. Óttar Örn Sigurbergsson framkvæmdastjóri, …
Hópur frá Elko með verðlaun fyrirtækisins. Óttar Örn Sigurbergsson framkvæmdastjóri, Björn Másson mannauðsstjóri, Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri og Dagbjört Vestmann rekstrarstjóri verslana.

Persónubrandr 2024, Stefán Einar Stefánsson:

Stefán Einar hefur markað sig sem beinskeyttan, traustan og gagnrýninn fjölmiðlamann. Hann stendur fyrir vandaðri þjóðfélagsumræðu um viðskiptasiðferði og samfélagsmál með áherslu á að fyrirtæki og einstaklingar axli ábyrgð á því sem þeir gera ásamt því að vinna af fagmennsku og heiðarleika.

Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu með viðurkenningu sína.
Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu með viðurkenningu sína.

Stefán Einar hefur verið áberandi í fjölmiðlum og hlaðvörpum á síðasta ári þar sem hann hefur hlotið ýmis viðurnefni allt frá sesamfræinu til siðlausa siðfræðingsins. En þess ber að geta að sterk vörumerki tala ekki til allra, þau þekkja og höfða til síns markhóps og það hefur Stefán Einar gert vel.

Erla Mjöll Tómasdóttir markaðsfulltrúi Bónuss.
Erla Mjöll Tómasdóttir markaðsfulltrúi Bónuss.
Hátíðin fór fram í Hörpu.
Hátíðin fór fram í Hörpu.
Katla sölu- og markaðsstjóri Alfreð.
Katla sölu- og markaðsstjóri Alfreð.




mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK