Hampiðjan hf. hefur í dag, fyrir nokkrum mínútum síðan, undirritað samning um kaup á 75,1% hlut í indverska neta- og kaðlaframleiðslufyrirtækinu Kohinoor Ropes Pvt. Ltd. Eftir er að ganga frá ýmsum formsatriðum fyrir lokauppgjör en talið er að það muni einungis taka nokkrar vikur því ekki er þörf á samþykki samkeppnisyfirvalda, hvorki hér á landi né á Indlandi.
Kohinoor er einn stærsti framleiðandi neta og kaðla á Indlandi með ársframleiðslu á um 14.300 tonnum af köðlum og netum. Starfsmenn fyrirtækisins eru rúmlega 700 og starfsstöðvarnar eru þrjár, tvær neta- og kaðlaverksmiðjur í Selu og netaverkstæði í Jalna.
Haft er eftir Hirti Erlendssyni forstjóra Hampiðjunnar í tilkynningu að hann hlakki til að vinna með þessu nýja dótturfélagi í framtíðinni.
„Kaupin á meirihlutanum í Kohinoor mun auka samkeppishæfni Hampiðjunnar og auka möguleika okkar á að vera skrefum á undan keppinautum okkar á næstu árum með þeirri hagræðingu sem hægt er ná fram á skömmum tíma," er haft eftir Hriti.