Hyggst höggva á keðjurnar

Undanfarin misseri hefur verið algengt að fólk hafi misst af …
Undanfarin misseri hefur verið algengt að fólk hafi misst af tækifærum til að kaupa eignir vegna keðjuverkunar. Kjartan hefur í huga að breyta því. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fyr­ir­tækið Hvals­nes býður nú upp á nýja lausn á fast­eigna­markaði sem ætlað er að rjúfa kyrr­stöðu sem gjarn­an mynd­ast vegna langra sölu­keðja. Er þjón­usta fyr­ir­tæk­is­ins kynnt á vefsíðunni kaupu­meign­ir.is.

Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins er Kjart­an Andrés­son, sem í meira en 20 ár hef­ur verið virk­ur þátt­tak­andi á fast­eigna­markaðinum, seg­ir þetta al­gjöra ný­lundu hér á landi en að hún þekk­ist í ýms­um mynd­um víða er­lend­is.

„Markaður­inn hér heima er flók­inn og sölu­hraði eigna yf­ir­leitt mik­ill. Hins veg­ar er meðallengd sölu­keðjunn­ar um þess­ar mund­ir fjór­ar eign­ir og fólk er að lenda í veru­leg­um vand­ræðum. Vegna fyr­ir­vara og sölutregðu sem oft mynd­ast í keðjun­um er fólk að missa af drauma­eign­inni og fátt sem fólk get­ur gert til þess að bregðast við,“ út­skýr­ir hann.

Hvals­nes fast­eign­ir býður fólki sem á eign sem er með fast­eigna­mat und­ir 110 millj­ón­um króna og byggð er eft­ir árið 1945 að kanna flöt á sölu. Í kjöl­farið fer fram skoðun á hús­inu og inn­an sól­ar­hrings ger­ir fyr­ir­tækið staðgreiðslu­til­boð í eign­ina, að því gefnu að eign­in sé ásætt­an­leg. Kjart­an seg­ir að ferlið fari í gegn­um fast­eigna­sala sem selj­and­inn kveðji til verks­ins. Ætíð sé gengið úr skugga um að gilt sölu­um­boð sé fyr­ir hendi þegar þetta er gert.

Greiða strax 90%

Sé sátt um til­boðið er hægt að ganga frá kaup­samn­ingi um leið og fast­eigna­sali býður upp á það og á þeim tíma­punkti fái selj­andi hús­næðis­ins 90% af um­sömdu kaup­verði.

Kjart­an seg­ir að þetta sé mögu­legt þar sem hann sé með marga viðskipta­vini á biðlista eft­ir leigu­hús­næði. Því valdi markaðsaðstæður í dag.

„En við bjóðum selj­end­um eign­anna einnig upp á mik­inn sveigj­an­leika. Þannig geta þeir haft hina seldu eign áfram og greiða fyr­ir það markaðsleigu. Upp­sagn­ar­frest­ur­inn á slík­um samn­ingi er aðeins tvær vik­ur og það býr til mik­inn sveigj­an­leika fyr­ir fólk, ekki síst ef það er að bíða eft­ir eign sem það hef­ur keypt eða gert til­boð í og von­ast til þess að eign­ast.“

Bend­ir Kjart­an á að kaup­end­ur sem geti gert fyr­ir­vara­laus til­boð í eign­ir séu í mun sterk­ari stöðu en þeir sem aðeins geti gert til­boð með fyr­ir­vara um sölu.

Kjartan hefur um áratugaskeið verið virkur á fasteignamarkaðinum.
Kjartan hefur um áratugaskeið verið virkur á fasteignamarkaðinum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Kostnaður­inn van­met­inn

„Fólk van­met­ur oft kostnaðinn af þess­um keðjum sem mynd­ast og duld­um fjár­magns­kostnaði sem get­ur hlaðist upp. Oft er betra að taka til­boði í eign sem er 2-4 millj­ón­um lægra en upp­sett verð, frem­ur en til­boði sem gert er með fyr­ir­vara. Fólk er að átta sig bet­ur og bet­ur á þessu í dag,“ út­skýr­ir hann. Og farið að átta sig á að fjár­magns­kostnaður hef­ur oft verið van­met­inn í hita leiks­ins.

Nefn­ir Kjart­an að hann hafi orðið vitni að því að fólk um fimm­tugt hafi neyðst til þess að flytja heim til for­eldra sinna, 30 árum eft­ir að það kvaddi þann vett­vang, vegna þess að keðjur af þessu tagi hafi farið illa.

Fyr­ir­tæki hans hef­ur stundað fast­eignaviðskipti og upp­bygg­ingu fast­eigna, byggt frá grunni og fengið stóra öfl­uga verk­taka til liðs við sig bæði á íbúðamarkaði en einnig með at­vinnu­hús­næði. Í dag er það meðal ann­ars með yfir 90 íbúðir í út­leigu og er fer­metra­fjöldi hús­næðis­ins ríf­lega níu þúsund.

„Þetta eru fjöl­breytt­ar eign­ir en að mestu leyti er þetta nýtt hús­næði. Meðal­ald­ur eign­anna er sjö ár og ég get full­yrt að þær eru all­ar í góðu ástandi. Mér finnst mik­il­vægt að þær séu þannig úr garði gerðar að maður gæti sjálf­ur hugsað sér að halla höfði sínu þar,“ út­skýr­ir Kjart­an.

Hann seg­ir þörf fyr­ir þá þjón­ustu sem Hvals­nes býður upp á og að hann hafi nú þegar fundið fyr­ir veru­leg­um áhuga. Búið sé að ganga frá kaup­um á fyrstu eign­um. En hann bend­ir einnig á að markaður­inn sé spennt­ur og af ólík­um ástæðum.

„Það er mik­il eft­ir­spurn en vext­irn­ir eru líka mjög háir. Ef þeir yrðu keyrðir niður í eðli­legt horf myndi markaður­inn ein­fald­lega þurrk­ast upp á 6-8 vik­um. Og verðin eru há og skil­mál­arn­ir þröng­ir, ekki síst fyr­ir fyrstu kaup­end­ur. Í hópi viðskipta­vina minna eru vel menntaðir ein­stak­ling­ar með góðar tekj­ur en þeir eiga litla mögu­leika á að kaupa nema þeir hafi aðgang að ein­hvers kon­ar stuðningi frá for­eldr­um sín­um eða öðrum ná­komn­um,“ seg­ir Kjart­an.

Ein fasteignaviðskipti geta haft mikil keðjuverkandi áhrif á fasteignamarkaði.
Ein fasteignaviðskipti geta haft mikil keðjuverkandi áhrif á fasteignamarkaði. mbl.is/Sigurður Bogi

Mjög mik­il viðbrögð

Hann seg­ist hafa kynnt fyr­ir­tækið fyr­ir nokkr­um fast­eigna­söl­um og heimasíðan hef­ur verið uppi um skamma hríð.

„Ég stend mjög nærri þess­um markaði og átta mig á því að þörf­in er mik­il. En ég gerði ekki ráð fyr­ir svona mikl­um viðbrögðum,“ seg­ir hann.

Þótt Kjart­an hafi fyr­ir löngu haslað sér völl á ís­lensk­um fast­eigna­markaði, keypt og selt um 900-1000 eign­ir á síðustu 20 árum, hef­ur hann séð markaðinn sveifl­ast upp og niður. Þá hef­ur hann komið víða ann­ars staðar við. Hann stundaði meðal ann­ars lengi vel viðskipti með ís­lensk­an fisk á inn­lend­um og er­lend­um mörkuðum. Þá opnaði hann einnig fisk­búð á Íslandi og síðar bæði í Kan­ada og Banda­ríkj­un­um.

„Ég fór í MH og svo skall á kenn­ara­verk­fall á miðri önn. Ég fór á sjó­inn í Grinda­vík og ætlaði svo bara að taka næstu önn. Ég fór aldrei aft­ur í skóla en byrjaði í eig­in rekstri 21 árs gam­all, fyrst með slor og svo steyp­una, og hef byggt upp þetta fyr­ir­tæki sem nú býður upp á þessa lausn á markaðinum hér heima sem mun opna ýmsa mögu­leika fyr­ir fólk sem er að skipta um hús­næði,“ seg­ir Kjart­an að lok­um.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK