Bandaríkin boða nýja tolla

Bandaríkin ætla að setja 25% tolla á allt innflutt stál …
Bandaríkin ætla að setja 25% tolla á allt innflutt stál og ál. AFP

Forseti Bandaríkjanna Donald Trump lýsti því yfir um helgina að næsta skref sitt í tollastríði sínu við umheiminn væri að setja 25% toll á allt innflutt stál og ál til Bandaríkjanna. 

Tollarnir taka gildi 4. mars. 

Slíkir tollar kæmu Kanada og Mexíkó sérstaklega illa, enda stórir innflytjendur sérstaklega á áli til Bandaríkjanna. Kemur þetta mörgum á óvart, enda hafi bæði löndin mætt óskum Trump um betri aðgæslu á landamærunum, sem Trump óskaði sérstaklega eftir og tengdi við almenna tolla sem sett voru á löndin. Fyrir um viku var samið um 30 daga frestun á þeim tollum meðan samið væri en nú bætast þessir tollar við.

Morgunblaðið leitaði álits Samáls, samtaka álframleiðanda, um þessa fyrirætlan Trump og hvaða áhrif hún myndi hafa á framleiðsluna hér á landi. Þar er bent á að íslenska álið sé að mestu flutt til Evrópu. Þannig hafi þessar vangaveltur Trump ekki bein áhrif á útflutning Íslands. Hins vegar geti ummælin leitt til hækkunar á heimsmarkaðsverði á áli og strax í gær mátti merkja hækkun á helstu mörkuðum. Gengi bréfa bandarískra framleiðenda hækkaði jafnframt nokkuð á markaði, þar á meðal gengi Alcoa.

Guðríður Eldey Arnardóttir, framkvæmdastjóri Samáls, segir í samtali við Morgunblaðið: „Bandaríkin eru mjög háð innflutningi á áli, svo að það er erfitt að sjá ávinninginn af þessum fyrirætlunum Trump og ef markmiðið er að Bandaríkin verði sjálfbær með álframleiðslu og framleiðslu þeirra málma sem þau nota tekur mörg ár að byggja slíkt upp ef það þá tekst á annað borð. Tollastríð hefur samt sem áður alltaf neikvæð áhrif með beinum eða óbeinum hætti, það hefur mögulega áhrif einhvers staðar í aðfangakeðjunni.“ mj@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK