Eik leggur til 3,4 milljarða arðgreiðslu

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags. Hann mun láta af …
Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags. Hann mun láta af störfum hjá félaginu í apríl næstkomandi. mbl.is/Styrmir Kári

Stjórn fasteignafélagsins Eikar leggur til að 3,4 milljarðar verði greiddar í arð til hluthafa fyrir rekstrarárið samkvæmt arðgreiðslustefnu félagsins og að teknu tillitili til endurkaupa á eigin bréfum sem námu um 299 milljónum króna á árinu 2024. Lagt verður til við hluthafafund að arðgreiðslan verði greidd í tveimur jöfnum greiðslum. Nánari upplýsingar um tillöguna sem lögð verður fyrir hluthafa á aðalfundi félagsins, sem fyrirhugaður er þann 10. apríl nk. verða í fundarboði aðalfundar.

Rekstrartekjur Eikar á síðasta ári námu 11.495 milljónum króna. Þar af námu leigutekjur 9.896 milljónum króna. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 7.341 milljón króna. Heildarhagnaður nam 6.477 milljónum króna. 

Heildareignir félagsins námu 156.250 milljónum króna þann 31. desember 2024. Þar af eru fjárfestingareignir að virði 145.471 milljón króna og eignir til eigin nota námu 5.852 milljónum króna. Eigið fé félagsins nam 52.661 milljón króna í lok tímabilsins og var eiginfjárhlutfall 33,7%. 

Haft er eftir Garðar Hannes Friðjónssyni, forstjóra Eikar í tilkynningu að ákoranir í eignasafni félagsins er varðar lok stórra leigusamninga síðustu misseri hafi gefið félaginu tækifæri til að þróa fasteignir félagsins að þörfum nýrra viðskiptavina ásamt því að auka svigrúm til frekari uppbyggingar leigutekna. 

Markmið um uppbyggingu leigutekna hingað til hefur náðst og endurspeglast áfram í áætlun ársins 2025, sem gerir ráð fyrir um 5% raunvexti leigutekna og um 4,5% raunvexti rekstrarhagnaðar (EBITDA) leiðréttan fyrir einskiptiliðum, byggt að mestu leiti á þegar gerðum leigusamningum og nánast óbreyttu eignasafni. Fyrirséð er áframhaldandi uppbygging á þessu ári sem getur skilað félaginu á milli 540 og 570 millljónum króna á ársgrundvelli, þ.e. þegar 95% virðisútleiguhlutfalli hefur verið náð og 6.400 þróunarfermetrar hafa verið leigðir út, en þessar leigutekjur ættu að skila sér beint inn í rekstrarhagnað. Að þessu sögðu má jafnframt benda á að uppbyggingunni er hvergi nærri lokið. Auk áðurnefndra 6.400 þróunarfermetra, er félagið með um 13.000 fermetra til viðbótar í þróun, auk þess sem veruleg tækifæri felast í byggingarheimildum félagsins,“ er haft eftir Garðari.

Garðar Hannes mun láta af störfum hjá Eik í apríl næstkomandi.

Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 spáir félagið því að rekstrartekjur félagsins verði á bilinu 12.055 – 12.545 milljónir króna á föstu verðlagi m.v. vísitölu neysluverðs í janúar 2025. Þar af eru leigutekjur áætlaðar á bilinu 10.375 – 10.800 milljónir króna og m.v. miðgildi spárinnar væntir félagið u.þ.b. 5% raunvexti leigutekna. Þá áætlar félagið að EBITDA ársins verði á bilinu 7.620 – 7.940 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK