Heimar leggja til 750 m.kr. í arð

Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima.
Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima. mbl.is/Karítas

Samkvæmt tilkynningu frá Heimum í tengslum við uppgjör félagsins fyrir 2024 kemur fram að rekstrartekjur hafi numið 14,8 ma.kr. á árinu og leigutekjur hafi hækkað um 7,9% frá fyrra ári sem er tæplega 1,5% aukning umfram hækkun verðlags.

Rekstrarhagnaður fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir (EBITDA) var um 10 ma.kr. sem samsvarar 6,9% aukningu samanborið við 2023.

Haft er eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima, í tilefni uppgjörsins:

„Reksturinn gengur vel og er í takti við metnaðarfullar áætlanir. Við finnum fyrir mikilli eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði, sérstaklega á kjarnasvæðum Heima. Tekjuvöxtur leigutekna er 7,9% á árinu sem jafngildir um 1,5% rauntekjuvexti og sá tekjuvöxtur skilar sér í samsvarandi vöxt EBITDA sem eykst um 6,9% á milli ára.

Stjórnendur munu áfram nýta tækifæri til eignasölu sé hún skynsamleg út frá hagsmunum hluthafa. Virði hlutafjár Heima er enn lægra en bókfært eigið fé félagsins að viðbættri tekjuskattsskuldbindingu og vinna stjórnendur markvisst að því að auka arðsemi félagsins. Heimar eru hluthafavænt félag. Tillaga stjórnar er að greiddur verði arður að fjárhæð 750 m.kr. á árinu 2025 og óskað eftir áframhaldandi heimild til endurkaupa eigin bréfa.“

Samhliða uppgjöri þá kynnti félagið rekstrarspá fyrir árið 2025 og byggir hún á því að hækkun verðlags á milli ára verði 3,5%. Áætlað er að leigutekjur félagsins á árinu 2025 verði um 14,4-14,6 ma.kr. Jafnframt er gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir verði 10,3-10, ma.kr.

Athygli vekur að endurfjármögnunarþörf félagsins er takmörkuð næstu ár en heildarendurfjármögnunarþörf ársins 2025 eru rúmir 1,2 ma.kr. sem jafngildir 0,6% af efnahag félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK