Jóna Dóra nýr stjórnandi hjá Hagkaup

Jóna Dóra Ásgeirsdóttir.
Jóna Dóra Ásgeirsdóttir. Ljósmynd/Hagkaup

Jóna Dóra Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr vöruflæðis- og birgðastjóri Hagkaups en meginhlutverk starfsins er að tryggja áreiðanleika upplýsinga í birgða- og innkaupakerfum Hagkaups.

Í tilkynningu frá Hagkaup segir að Jóna Dóra hafi víðtæka reynslu af birgðastýringu, meðal annars fyrir fyrirtækin ILVA og Vodafone. Einnig þekkir Jóna Dóra Hagkaup vel en hún hóf fyrst störf hjá fyrirtækinu árið 1992 þá á afgreiðslukassa og vann sig síðar upp í ýmis störf innan fyrirtækisins á borð við deildarstjóra matvöru, svæðisstjóra leikfanga og aðstoðarverslunarstjóri.

Jóna Dóra, sem þegar hefur hafið störf, er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskólanum á Bifröst og útskrifaðist með meistaragráðu í forystu og stjórnun frá sama skóla árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK