Samkvæmt niðurstöðum skýrslu sem Reykjavík Economics vann fyrir Samtök ferðaþjónustunnar eru þröng skattaleg áhrif ferðaþjónustunnar um 106,5 milljarðar króna árið 2023.
Ef horft er til víðtækari áhrifa ferðaþjónustu, sem kölluð eru víðskattaleg áhrif í skýrslunni, um 180 milljarðar króna. Það er fengið með því að leggja við þrönga skilgreiningu á hugtakinu útskattur virðisaukaskatts í einkennandi greinum ferðaþjónustu.
Þrátt fyrir að arðsemi greinarinnar hafi batnað á árinu 2023 er hún samt sem áður almennt lægri en í viðskiptahagkerfinu.