Skuld í vegakerfinu 290 milljarðar

Slæmt ástand er á vegum landsins, holur og rásir víða.
Slæmt ástand er á vegum landsins, holur og rásir víða. mbl.isÁrni Sæberg

Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga birtu í gær skýrslu um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi. Heildarniðurstaða skýrslunnar er mikil innviðaskuld sem beint dregur úr lífskjörum landsmanna.

Fram kemur að skuld þessi nemi um 680 milljörðum króna og bent er á að hún veltist einungis áfram og verði stærri með hverju árinu. Lítið sé gert. Skuldin nemi um 14,9% af vergri landsframleiðslu og 10,1% af endurstofnvirði innviðanna.

Mest sé það uppsöfnuð 

króna. Viðhaldsskuld í fráveitukerfinu er metið á um 65-98 milljarða króna. Ítarlega er farið yfir hvern og einn þátt skuldarinnar í skýrslunni.

Í skýrslunni kemur fram að það sé sláandi að staða innviða hafi ekki batnað á undanförnum árum. Ónóg fjárfesting og viðhald hafi leitt til þess að ástand innviða sé víða ófullnægjandi.

Því er slegið upp í skýrslunni að með réttu megi segja að viðhaldsskuldin sé form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera þar sem ríki og sveitarfélög eru að velta skuld yfir á komandi kynslóðir með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi.

Framtíðarhorfur eru verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði fyrir utan Keflavíkurflugvöll og bent er á að skýra stefnumótun og framsýni vanti.

Í formála skýrslunnar nefnir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins: „Stór hluti innviða er rekinn í félögum þar sem greitt er fyrir notkun og gjöld verða að standa undir viðhaldi og endurbótum. Félögin eru fjármögnuð með aðkomu einkaaðila í gegnum lánsfé og í einhverjum tilvikum hlutafé. Það er hins vegar staðreynd að stærstur hluti viðhaldsskuldar í innviðakerfinu er vegna vegakerfis og fasteigna í eigu hins opinbera en hvort tveggja er rekið í gegnum A-hluta ríkissjóðs og sveitarfélaga. Þetta bendir til þess að það form henti síður til reksturs innviða þegar kemur að nauðsynlegu viðhaldi.“

Í samskiptum við Morgunblaðið nefnir Sigurður jafnframt: „Við byggjum sköpun verðmæta á traustum innviðum. Það er áhyggjuefni að þeir innviðir þar sem framtíðarhorfur eru verstar eru þeir sem útflutningsatvinnuvegir reiða sig á. Það getur sett strik í reikninginn fyrir lífskjör landsmanna næstu árin, ekki síst hvað varðar tapaðar tekjur.”

mj@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK