Spá 4,2 - 4,3% verðbólgu í febrúar

mbl.is/Karítas

Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að verðbólgan hjaðni töluvert milli mánaða og fari úr 4,6% í 4,2-4,3% í febrúar. Báðir bankarnir spár því að verðbólgan fari inn fyrir 4% efri vikmörk Seðlabankans í mars.

Landsbankinn spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,98% á milli mánaða í febrúar og að verðbólga hjaðni úr 4,6% í 4,3%. Í greiningunni segir að bankinn búist við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í maí.  

Íslandsbanki spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,9% í febrúar. Gangi spáin eftir mun verðbólga á ársgrundvelli lækka úr 4,6% í 4,2%. Í greiningunni segir að hækkun vísitölu neysluverðs skýrist einkum af því að vetrarútsölur og lækkun flugfargjalda ganga til baka. Grunnáhrif vegna óvenju mikilla gjaldskrárhækkana á sama tíma í fyrra eru helsta ástæða þess hve mikið árstaktur verðbólgu gengur niður ef spáin gengur eftir.

Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs þann 27. febrúar næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK