50 milljarðar til hluthafa banka

Bankarnir munu samtals greiða um 50 milljarða í arð á …
Bankarnir munu samtals greiða um 50 milljarða í arð á næstu misserum og þar af mun ríkið fá rúmlega 5 milljarða í sinn hlut. Angela Weiss/AFP

Útlit er fyrir að skráðu bankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Kvika, muni greiða um 50 milljarða króna í arðgreiðslur á næstu misserum.

Stjórnendur bankanna hafa almennt verið varfærnir að undanförnu og aukið virðisrýrnun í ljósi hárra vaxta og verðbólgu. Mjúk lending virðist hins vegar blasa við hagkerfinu þar sem vextir og verðbólga virðast koma niður án mikilla áfalla sem gefur bönkunum færi á að taka til baka hluta af virðisrýrnun.

Bankarnir skiluðu allir uppgjöri í vikunni og leitaði Morgunblaðið til Alexanders Hjálmarssonar hjá Akki – Greiningu og ráðgjöf sem benti á:

„Arion banki leggur til við aðalfund að greiða 60% af hagnaði síðasta árs út í arð, umfram 50% arðgreiðslumarkmið sitt, eða 16 milljarða króna, þar fyrir utan mun Kvika leggja til að greiða 2 milljarða í arð á aðalfundi en bankinn hefur áður tilkynnt um að hann hyggist greiða 20 milljarða í sérstaka arðgreiðslu þegar sölunni á TM lýkur.“

Stjórn Íslandsbanka mun leggja til 12,1 milljarða króna arðgreiðslu við aðalfund bankans í mars. Bankinn fékk einnig 15 milljarða heimild til endurkaupa eigin bréfa frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands á dögunum. Eins og kunnugt er fer íslenska ríkið með um 45% hlut af útistandandi bréfum.

„Bankarnir munu því líklega greiða um 50 milljarða í arð á næstu misserum og þar af mun ríkið fá rúmlega 5 milljarða í sinn hlut. Aðrir hluthafar eiga von á um 45 milljarða arðgreiðslum frá bönkunum auk þess þeir munu líklega kaupa eigin hlutabréf fyrir yfir 20 milljarða sem mun styðja við hlutabréfamarkaðinn,“ bætir Alexander við. mj@mbl.is

Alexander Jensen Hjálmarsson
Alexander Jensen Hjálmarsson mbl.is/Karítas
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK