Oculis tilkynnti í dag að það hafi lokið sölutryggðu útboði.
Umframeftirspurn hafi verið í útboðinu en seldir voru 5 milljónir almennra hluta á verðinu 20 dalir á hlut, þannig að heildarafrakstur nemur 100 milljónum dala.
Oculis hyggst nota afrakstur útboðsins til að þróa og hraða klínískri þróunarvinnu, einkum þróun á taugaverndandi lyfinu Privosegtor (OCS-05), en einnig sem veltufé og í almennum rekstrarlegum tilgangi.
BofA Securities og Leerink Partners voru sameiginlegir söluráðgjafar útboðsins. Pareto Securities var ráðgjafi við útboðið. Arctica Finance veitti fjármálaráðgjöf við útboðið.
Hlutirnir voru eingöngu í boði í Bandaríkjunum.