Verði vandasamt verk

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans til­kynnti í síðustu viku að stýri­vext­ir yrðu lækkaðir um 50 punkta og standa þeir því nú í 8%. Gest­ir í viðskipta­hluta Dag­mála þessa vik­una voru þeir Jón Bjarki Bents­son aðal­hag­fræðing­ur Íslands­banka og Valdi­mar Ármann, fjár­fest­ing­ar­stjóri Arctica sjóða. Í þætt­in­um var rætt um vaxta­ákvörðun­ina, óviss­una í alþjóðleg­um efna­hags­mál­um og efna­hags­horf­ur hér­lend­is.

Greinendur gera ráð fyrir að það þurfi mikið til að koma verðbólgunni síðasta spölin að markmiði. Spurðir hvað þeir telji að þurfi til segir Valdimar að hann sé ekki viss en eins og staðan sé í dag verði það vandasamt verk. 

„Það er búið að undirrta kjarasamninga á vinnumörkuðum sem enn í dag eru að hækka launavísitöluna um 6-7%. Opinberir starfsmenn eru í verkföllum og krefjast frekari launahækkana. Það var kannski huggun harmi að sjá að fólksfjölgun á Íslandi var ekki mikil á síðasta ársfjórðungi. Þannig okkur er að fjölga minna sem hefur. Það hefur þá eftirspurnarletjandi áhrif á húsnæðismarkað. Þannig maður heldur í vonina að fasteignaverð og leiguverð sem er komið í vísitöluna fari að standa í stað þannig sá þáttur fari að skila verðbólgunni nær markmiði," segir Valdimar.

Jón Bjarki tekur undir og segir að það verði drjúgur síðasti hjallinn í átt að markmiði. Hann segir áhugavert að bera þróunina hér saman við þróunina erlendis.

„Við höfum klifað á því að þessi hraða launahækkunarleitni sem hefur verið viðvarandi á íslenskum vinnumarkaði að þetta væri mikil árin fyrir verðbólgumarkmiðið. Nú erum við að sjá að laun sem voru að hækka sáralítið umfram verðbólgu eru að hækka og hafa verið að hækka meira en þau hafa gert í langan tíma, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum og þetta er klárlega að smita yfir í það að þessir síðustu metrar að markmiði virðast vera erfiðir og þetta verður áfram okkar helsta áskorun hér," segir Jón Bjarki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK