Bankarnir, Samkeppniseftirlitið og þjóðhagslegi sparnaðurinn

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion opnar á samrunaviðræður.
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion opnar á samrunaviðræður. mbl.is/Hallur Már

Innherji er skoðanadálkur ViðskiptaMoggans.

Arion banki hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á samrunaviðræðum við Íslandsbanka. Bréf þess efnis var sent í lok dagsins í gær til stjórnar Íslandsbanka sem svaraði um hæl að erindið væri móttekið.

Í tilkynningu Arion er talað um að hluthafar Íslandsbanka fái 5% yfirverð á markaðsvirði bankans þegar skiptihlutföll bankanna eru ákvörðuð. Við skiptihlutföllin yrði litið til meðalverðs síðustu 30 daga og tekið yrði tillit til breytinga á hlutafé bankanna með tilliti til arðgreiðslna og endurkaupa.

Arion vísar sérstaklega til Samkeppniseftirlitsins í bréfi sínu en ljóst þykir að þar á bæ verði menn ansi tregir til að samþykkja slíkan samruna þegar litið er til ákvörðunar eftirlitsins að undanförnu. Það mun því mæða mikið á Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins ef stjórnir bankanna ákveða að taka þetta verkefni áfram. Mögulega er þess vegna biðlað til ríkisins í bréfinu, vísað til Íslandsálagsins svokallaða og hnykkt á hinum mikla þjóðhagslega sparnaði af samrunanum. Bankarnir hafa einfaldlega áhyggjur af Samkeppniseftirlitinu.

Það sem vekur jafnframt nokkra athygli er að í nýlegu verðmati frá Alexander J. Hjálmarssyni, hjá Akkur – Greining og ráðgjöf, frá því í lok janúar er Íslandsbanki metinn á 164-182 kr. á hlut. Gengi bankans hefur verið að sveiflast í kringum 120-130 kr. á hlut síðustu 30 daga og var dagslokagengi bankans í gær 126 kr. á hlut. Verðmat bankans er því um 30-45% hærra en gengi dagsins. Það er allnokkru frá því sem talað er um í bréfi Arion þegar vísað er til þess að boðið sé 5% yfirverð frá markaðsgengi. Að sama skapi er gengi bréfa Arion hins vegar einnig vanmetið um sambærilega prósentu að mati sama greiningaraðila.

Hvað síðan með yfirlýsta sölu ríkisins á eignarhlut sínum í Íslandbanka og tilboðsbækurnar þrjár sem kynntar voru í gær?

Það er ljóst að reiknistokkarnir verða teknir fram næstu daga, stjórnmálamennirnir einnig og því stefnir í fjöruga 14 daga sem Arion hefur gefið Íslandsbanka til að svara erindinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK