Endurkaup ekki óalgeng leið

Sveinn Sölvason forstjóri Emblu Medical segir að í Danmörku sé …
Sveinn Sölvason forstjóri Emblu Medical segir að í Danmörku sé langur listi af fyrirtækjum sem Embla beri sig saman við. Eyþór Árnason

Eins og fjallað var um í Morgunblaðinu í síðustu viku sagði stoðtækjafyrirtækið Embla Medical frá því í uppgjörstilkynningu að félagið ætlaði að ráðast í endurkaup á eigin bréfum. „Við erum skráð á markað í Danmörku. Þar eru mörg fyrirtæki í sama iðnaði og við, eins og t.d. Coloplast, sem keypti Kerecis árið 2023, Novo Nordisk og fleiri. Það er langur listi þar af fyrirtækjum sem við berum okkur saman við. Danmörk er nokkuð góður heimamarkaður fyrir okkur. Það er ekki óalgeng leið fyrir fyrirtæki sem eru komin á það þroskastig sem við erum á núna að kaupa eigin bréf. Þetta á oft við um fyrirtæki þar sem reksturinn skilar góðu sjóðstreymi, endurfjárfestingarþörf til að viðhalda grunnstarfseminni er ekki mikil, einkaleyfi eru sterk og fyrirtækin búa yfir traustu tengslaneti og öflugu starfsfólki.

Nota sjóðstreymið

Við höfum notað sjóðstreymi okkar til að stækka með því að kaupa fyrirtæki og fara inn á nýja markaði. Og núna sem liður í því að stýra fjármagnsskipan félagsins höfum við valið að kaupa eigin bréf í stað þess að borga fastar arðgreiðslur. Það gefur okkur meiri sveigjanleika því þessi fyrirtækjakaup okkar geta verið mjög misjöfn að stærð og ekki er alltaf hægt að skipuleggja tímasetningar þeirra í þaula,“ útskýrir Sveinn Sölvason forstjóri í samtali við ViðskiptaMoggann.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK