Þurfum að sjá slaka í kerfinu

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans til­kynnti í síðustu viku að stýri­vext­ir yrðu lækkaðir um 50 punkta og standa þeir því nú í 8%. Gest­ir í viðskipta­hluta Dag­mála þessa vik­una voru þeir Jón Bjarki Bents­son aðal­hag­fræðing­ur Íslands­banka og Valdi­mar Ármann, fjár­fest­ing­ar­stjóri Arctica sjóða. Í þætt­in­um var rætt um vaxta­ákvörðun­ina, óviss­una í alþjóðleg­um efna­hags­mál­um og efna­hags­horf­ur hér­lend­is.

Spurðir út í skilaboð peningastefnunefndarinnar á fundi þeirra og áhrif hárra raunstýrivaxta á skuldabréfamarkaðinn segir Valdimar að skilaboð nefndarinnar um hátt raunstýrivaxta aðhald séu skýr.

„Markaðurinn og kannarnir um verðbólguvæntingar eru nálægt því að vera 4%, markmiðið er 2,5% þannig það virðist enginn hafa trú á því að verðbólgan sé á leið í markmið á næstu 5-10 árum. Núna er hagkerfið að ná snertilendingu. Síðasta ár var samdráttar ár og kerfið tók við sér síðasta haust. Hagvöxtur á þessu ári verður samkvæmt spám nokkuð góður og keyrður áfram af einkaneyslu og fjárfestingu," segir Valdimar.

Hann segir ótrúlegt að sjá umsvifin í hagkerfinu í þessu vaxtastigi. 

„Við þurfum að sjá slaka í kerfinu," segir Valdimar. 

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK