Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í síðustu viku að stýrivextir yrðu lækkaðir um 50 punkta og standa þeir því nú í 8%. Gestir í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna voru þeir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka og Valdimar Ármann, fjárfestingarstjóri Arctica sjóða. Í þættinum var rætt um vaxtaákvörðunina, óvissuna í alþjóðlegum efnahagsmálum og efnahagshorfur hérlendis.
Spurður hvaða áhrif tollastríð geti haft á Ísland segir Jón Bjarki að þau verði seint jákvæð.
„Það er samt rétt að vera ekkert að of kvíðin yfir hvað það ber í skauti sér það var t.d. mjög stutt tollaorusta sem var um daginn. Við erum þrátt fyrir að allt í ákveðinni stöðu til að stíga ölduna í þessu. Annars vegar erum við í fríverslunar- og tollabandalagi við okkar helstu viðskiptaþjóðir sem eru með stærsta hlutann af okkar útflutningi og hins vegar þá erum við svo lítil og það hefur sýnt sig að stundum er hægt að smokra sér framhjá veggjum sem eru reistir í skjóli tenginga," segir Jón Bjarki.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: