Hlutabréf bankanna hækka eftir samrunahugmyndir

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri …
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Samsett mynd

Hlutabréfaverð bæði Arion banka og Íslandsbanka hafa hækkað í fyrstu viðskiptum í morgun, en eftir lokun markaða á föstudaginn var bæði tilkynnt um áform ríkisstjórnarinnar að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, 42,5% hlutabréfa bankans, „á næstu misserum“ og að stjórn Arion banka hefði hug á að sameinast Íslandsbanka.

Hlutabréf Arion banka hafa hækkað um 1,75% í samtals 1,7 milljarða viðskiptum, en bréf Íslandsbanka höfðu hækkað nokkuð meira, eða um 3,17% í 398 milljón króna viðskiptum.

Kæmi Gylfa á óvart

Talsverð umræða hefur orðið um sameiningahugmyndirnar. Stjórn Arion banka telur að á næstu tíu árum geti samlegðaráhrif af samruna numið um 50 milljörðum fyrir neytendur, en tekið er fram að bankinn sé tilbúinn að vinna náið með Samkeppniseftirlitinu til að tryggja að þessir fimm milljarðar árlega skili sér til neytenda.

Gylfi Magnússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sagði um helgina að það kæmi sér mjög á óvart ef eftirlitið samþykkti samrunann.

Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að hún yrði pínulítið tortryggin þegar rætt yrði um svona samruna og hverju hann eigi að skila og hefði efasemdir um að ávinningurinn myndi rata í vasa neytenda.

Umræðan þarf að klárast

Nanna Margrétar Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði þá líklegt að fresta þyrfti frumvarpi um söluna á hlut ríkisins í bankanum vegna málsins.

„Við erum ekki fara selja bank­ann ef rétt reyn­ist að þetta skili veru­legri hagræðingu og þar af leiðandi kannski hærra verði fyr­ir bréf­in. Þessi umræða þarf að klár­ast áður en tek­in er ákvörðun um að hefja sölu­ferlið. Í öðru lagi blas­ir líka við að það er alls­kost­ar óvíst að Sam­keppnis­eft­ir­litið heim­ili samrun­ann,“ sagði Nanna Mar­grét í sam­tali við mbl.is um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK