Porsche 911 GT3RS á götum borgarinnar

Porsche 911 GT3RS.
Porsche 911 GT3RS. Ljósmynd/Porsche AG

Morgunblaðinu hafa borist ábendingar og myndir frá áhugamönnum um bifreiðar og akstursíþróttir að um götur borgarinnar þeysi nú ný ofurbifreið frá Porsche. Bifreið sem einungis útvaldir fái raunverulega að kaupa.

Um er að ræða Porsche 911 GT3RS sem er líklega það næsta sem kemst í brautarbíl, sem þó er leyfður fyrir akstur á almennu gatnakerfi. Sá sem er á götunni hér er sambærilega útfærður þeim sem er á myndinni.

Ökutækið hefur vakið mikla athygli enda ber hann með sér að vera nokkuð sérstakur. Merkingar, útfærslur og vænghaf vindskeiðarinnar sýna vel að þar er á ferðinni ökutæki sem ekki sést oft á lélegu vegakerfi Íslands.

Sést hefur til bílsins víðs vegar um borgina um helgina og á Reykjanesbrautinni.

Ofurbifreiðin er á rauðum plötum. Skýrar reglur eru um akstur á bifreiðum sem aka um á slíkum plötum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK