Alvotech og Teva tilkynntu í dag að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hafi ákveðið að taka til umsagnar umsókn um markaðsleyfi fyrir AVT06, fyrirhugaða hliðstæðu Alvotech við Eylea (aflibercept), líftæknilyf sem notað er til meðferðar við augnsjúkdómum.
Gert er ráð fyrir að umsóknarferlinu geti lokið á fjórða ársfjórðungi þessa árs.
Í tilkynningu er haft eftir Joseph McClellan, framkvæmdastjóra rannsóknar og þróunar hjá Alovtech: „Við erum afar ánægð með þetta skref í þróun fyrirhugaðrar hliðstæðu okkar við Eylea, þar sem aukið aðgengi að þessu líftæknilyfi mun koma bæði meðferðaraðilum og sjúklingum til góða.“
Samhliða er haft eftir Thomas Rainey, yfirmanni líftæknilyfjahliðstæða hjá Teva: „Við fögnum þessum áfanga í samstarfi okkar við Alvotech, sem mun koma sjúklingum til góða sem fást við kvilla á sjónhimnunni.“