Gervigreind finnur fordæmi

Leitin virkar þannig að hún greinir hverja fyrirspurn til að …
Leitin virkar þannig að hún greinir hverja fyrirspurn til að meta hvers konar leit á að framkvæma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Róbert Helgason frumkvöðull hefur sett nýtt laga- og fordæmisgreiningarmenni í loftið á vefslóðinni fordaemi.is. Um er að ræða gervigreind sem beitt er í fjölda þrepa til að finna lagaheimildir og fordæmi og útbúa stutta samantekt á svari, eins og Róbert útskýrir í samtali við Morgunblaðið. Hver leit er nokkuð ítarleg og getur tekið allt að eina mínútu að klárast.

Hann segir að einföld leit á síðunni sé aðgengileg öllum án innskráningar. „Það er gjarnan krafa um að fólk þekki lagaumhverfið en framsetning þess er ekki með einfaldasta móti. Ég vildi því smíða leit þar sem allir ættu auðvelt með að finna helstu heimildir í lögum og reglum sem og fordæmi meðal dóma og stjórnvaldsúrskurða, fólki að kostnaðarlausu.“

Hann segir að hægt verði að fá enn ítarlegri niðurstöður og fleiri greiningarmöguleika með áskrift að vefsíðunni.

Leitin virkar þannig að hún greinir hverja fyrirspurn til að meta hvers konar leit á að framkvæma. „Við sjáum að fólk er vant að útfæra leitir með einstökum stikkorðum eins og gera þarf í öðrum leitarvélum, en með okkar leitarferlum skila skýrar fyrirspurnir í heilum setningum bestu niðurstöðunum,“ útskýrir Róbert.

Róbert Helgason.
Róbert Helgason.

Gervigreindarferlarnir meta svo hvaða niðurstöður virðast helst eiga við og gera svo stutta samantekt.

Róbert segir að einföld útgáfa af vefnum hafi farið í loftið snemma árs 2024. „Það var merkilegt hvað það var fljótt mikil notkun þrátt fyrir mjög takmarkaða virkni og kynningu. Ég ákvað því að halda áfram og gera meira úr þessu.“

Stöðug þróun

Um framhaldið segir Róbert að síðan sé í stöðugri þróun og unnið sé að því að betrumbæta leitarmöguleika. „Þróun á sviði gervigreindar er virkilega hröð. Það sem var dýrt og erfitt fyrir ári er einfalt í dag. Við erum með fullt af spennandi hugmyndum í farvatninu sem munu stórbæta hvernig fólk getur nálgast og unnið lagalegar upplýsingar,“ segir Róbert að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK