Í umfjöllun Reuters kemur m.a. fram að sjóður sem annast eignasafn lífeyriskerfis Wisconsin-ríkis hafi tvöfaldað hlut sinn í kauphallarsjóði sem fjárfestir í rafmyntum. Þjóðarsjóður Abú Dabí fjárfesti einnig í rafmyntatengdum kauphallarsjóði á síðasta ársfjórðungi og var hluturinn metinn á nærri 437 milljónir dala í lok síðasta fjórðungs.
Mögulega má rekja þessa auknu tiltrú til þess að Donald Trump sýndi það snemma í kosningabaráttu sinni á síðasta ári að ríkisstjórn hans myndi verða mjög jákvæð í garð rafmyntamarkaðarins. ai@mbl.is
Greinin birtist upphaflega í Morgunblaðinu 17. febrúar.