Gjöld á íbúð alls 5,5 milljónir

Langflestir vilja bílastæði.
Langflestir vilja bílastæði. Morgunblaðið/Eggert

Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélagsins Klasa, segir fyrirhugaða hækkun gatnagerðargjalda í Reykjavík munu hækka kostnað við íbúðir, og þar með íbúðaverð, verulega.

„Hækkun gatnagerðargjalda mun að jafnaði þýða kostnaðarauka upp á 2,3 til 2,5 milljónir á íbúð í tilteknu verkefni sem við erum að fara af stað með á Ártúnshöfða. Heildargjaldtaka á hverja íbúð er í því dæmi orðin 5,5 milljónir auk annarra kostnaðarsamra liða í innviðasamningum,“ segir Ingvi í samtali við ViðskiptaMoggann í dag.

Löng bið eftir leyfum

Nýverið sagði lögfræðingur borgarinnar við Morgunblaðið að tafir á uppbyggingu á úthlutuðum lóðum kostuðu borgina fé. Tafirnar kosta húsbyggjendur líka fé og vekur Ingvi athygli á því að Klasi sé nú að hefja framkvæmdir við íbúðarhús sem hafi verið tæpt ár í ferli hjá borginni. Ferlið taki jafnan ekki meira en átta vikur í Noregi. Þá hafi innviðagjöld ekki skilað þeim innviðum sem réttlæta áttu gjaldtökuna.

Klasi hefur byggt um 700 íbúða hverfi í Smárabyggð, suður af Smáralind. Félagið undirbýr nú uppbyggingu á Ártúnshöfða og í Norður-Mjódd og lét því kanna afstöðu höfuðborgarbúa til ýmissa þátta. Niðurstöðurnar benda til að mikill minnihluti telji að borgarlína muni breyta ferðavenjum sínum og að langflestir vilji hafa bílastæði.

Greinina má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum.

Ingvi Jónasson
Ingvi Jónasson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK